Fréttir

Fjölmenni á opnu húsi

Þriðjudaginn 9. apríl var opið hús á sal fyrir nýja nemendur og foreldra þeirra. Nemendur 10. bekkjar voru sérstaklega boðnir velkomnir.

Samið um viðbyggingu fyrir verk- og starfsnám

Laugardaginnn 6. apríl var undirritaður samningur milli ríkisins og sveitarfélaganna á Suðurnesjum um fjármögnun viðbyggingar fyrir verk- og starfsnám við skólann.

Opið hús - 9. apríl kl. 17.00-18:00

Þriðjudaginn 9. apríl verður námskynning á sal fyrir nýja nemendur og foreldra þeirra. Nemendur 10. bekkjar eru sérstaklega boðnir velkomnir.

Gulir unnu Starfshlaupið

Starfshlaup FS fór fram föstudaginn 22. mars og það var Gula liðið sem fór með sigur af hólmi í þetta sinn.

Styrkir til Grindvíkinga afhentir

Mánudaginn 18. mars afhentu fulltrúar nemendafélagsins NFS og Fjörheima afraksturinn af góðgerðartónleikum og góðgerðarviku NFS. Alls söfnuðust 1.350.000 kr. sem renna til Grindvíkinga.

Tónleikar til styrktar Grindvíkingum

Nemendafélagið NFS stóð ásamt fleirum fyrir tónleikum til styrktar Grindvíkingum.

Tap eftir spennandi keppni í MORFÍs

Okkar lið er úr leik í MORFÍs eftir tap gegn MA í 8 liða úrslitum.

Keilir semur við FS um yfirfærslu tveggja brauta - Námsframboð á Suðurnesjum óskert

Fjölbrautaskóli Suðurnesja og Keilir miðstöð vísinda fræða og atvinnulífs hafa gert samkomulag um að þeir fyrrnefndu taki að sér rekstur tveggja námsbrauta sem byggðar voru upp og eru í rekstri hjá Keili.

Vel heppnuð Erasmus+ námsferð til Zagreb

Fimmti fundurinn í Erasmus+ verkefninu Media and Information Literacy: Learning to Think Critically var haldinn í höfuðborg Króatíu, Zagreb dagana 12.-16. febrúar.

Meistaradagur FS verður 29. febrúar

Meistaradagur FS verður fimmtudaginn 29. febrúar kl. 11:30-13:30 en þá er meisturum og forsvarsmönnum fyrirtækja boðið að kynnast verknáminu í skólanum.