Nám og kennsla í hársnyrtiiðn miðast við að veita almenna, faglega undirstöðumenntun í greininni, auka færni nemenda í meðferð hársnyrtivara og beitingu áhalda og tækja. Leitast er við að þjálfa sjálfstæð vinnubrögð nemenda og auka hæfileika og getu þeirra til samvinnu við aðra.
Um brautina
Langar þig að verða hársnyrtir?
Í náminu öðlast þú þekkingu, leikni og hæfni sem er nauðsynleg í hársnyrtiiðn.
Hárgreiðsla, klipping, rakstur og litun – skapandi fag í líflegu starfsumhverfi.
Hársnyrtinámið er 6 annir auk vinnustaðanáms.
- Grunnnám í hárgreiðslu er kennt við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Aðeins er hægt að taka grunnnámið hér en fjórar annir á grunnbraut eru kenndar á fjórum önnum. Tekinn er inn hópur í námið annað hvert ár og hann klárar annirnar fjórar áður en næsti hópur er tekinn inn.
- Eftir það þarf að taka framhaldsbraut sem er tvær annir í Tækniskólanum í Reykjavík eða Verkmenntaskólanum á Akureyri.
- Auk þess eru 52 vikur í vinnustaðanámi á hársnyrtistofu samkvæmt hæfnikröfum ferilbókar.
- Verklegi hluti námsins er kennt í flæði alla morgna vikunnar auk iðnfræði og iðnteikningu.
- Upphafskostnaður í áhöldum, skærum, hári, Lab kennsluvef og bókum er í kringum 150 þúsund króna og nýtist allt nema hárið út námstímann.
Síðast breytt: 14. júní 2022