Hársnyrtiiðn 2022 - fyrri hluti

Langar þig að verða hársnyrtir?
Í náminu öðlast þú þekk­ingu, leikni og hæfni sem er nauðsynleg í hársnyrtiiðn.
Hár­greiðsla, klipping, rakstur og litun – skap­andi fag í líf­legu starfs­um­hverfi.

Hársnyrtinámið er 6 annir auk vinnustaðanáms.

  • Grunnnám í hárgreiðslu er kennt við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Aðeins er hægt að taka grunnnámið hér en fjórar annir á grunnbraut eru kenndar á fjórum önnum. Tekinn er inn hópur í námið annað hvert ár og hann klárar annirnar fjórar áður en næsti hópur er tekinn inn.
  • Eftir það þarf að taka framhaldsbraut sem er tvær annir í Tækniskólanum í Reykjavík eða Verkmenntaskólanum á Akureyri.
  • Auk þess eru 52 vikur í vinnustaðanámi á hársnyrtistofu samkvæmt hæfnikröfum ferilbókar.
  • Verklegi hluti námsins er kennt í flæði alla morgna vikunnar auk iðnfræði og iðnteikningu.
  • Upphafskostnaður í áhöldum, skærum, hári, Lab kennsluvefi og bókum er í kringum 150 þúsund króna og nýtist allt nema hárið út námstímann.

 

Prentvæn útgáfa

Síðast breytt: 14. júní 2022