Prófkvíði

Kvíði fyrir próf er eðlilegur og er í sjálfu sér æskilegur því hann virkar sem hvati í námi. Þessi kvíði getur þó farið úr böndunum og er þá farinn að virka hamlandi á einstaklinginn. Nokkrar ábendingar um hvernig hægt er að draga úr prófkvíða: Undirbúningur, jákvæðar væntingar og hugarfar.

  • Góður undirbúningur og vinnuáætlun dregur úr prófkvíða. Mikilvægt er að skipuleggja sig tímanlega.
  • Jákvæðar væntingar - ef þú hefur undirbúið þig vel og hefur trú á að þér muni ganga vel, aukast líkurnar á góðu gengi í prófi.
  • Hugarfarið skiptir miklu máli. Reyndu að temja þér jákvæða hugsun og forðast niðurrifshugsanir eins og ”ég get ekki lært þetta ... ég er svo heimskur".