Náms- og starfsval

Þegar nemendur taka ákvörðun um hvaða starf eða starfssvið þeir stefna að er gott að kanna nokkur atriði fyrst. Mikilvægt er að ígrunda þá ákvörðun vel og skoða upplýsingar sem tengjast störfum, atvinnulífinu, námi, skólum og að manni sjálfum.

Val á námi eða starfi er ekki ein ákvörðun á lífsleiðinni heldur margar samhangandi ákvarðanir. Ákvörðunin byggist líka á sjálfsþekkingu nemandans sem þarf að skoða sjálfan sig og finna sínar sterku og veiku hliðar. Sterku hliðarnar á að nota óspart en veiku hliðarnar þarf að styrkja.

Gagnlegar síður fyrir náms- og starfsval