Málstefna

  • Íslenska er fyrsta tungumál í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Kennsla og formleg samskipti fara fram á íslensku. Nemendur, kennarar og starfsfólk skulu vanda meðferð íslensku í ræðu og riti.
  • Allir kennarar og starfsfólk skólans eru málfyrirmyndir. Þau tali og riti vandaða íslensku í kennslustundum og í samskiptum við nemendur og samstarfsfólk. Þau sem eiga annað móðurmál en íslensku eru líka mikilvægar málfyrirmyndir. Nemendur heyra íslensku talaða á mismunandi hátt og læra að vera umburðarlynd gagnvart málnotkun og málfari.
  • Starfsfólk kemur til móts við nemendur eftir bestu getu á sameiginlegu tungumáli ef ekki er hægt að tryggja að upplýsingar komist til skila á íslensku. Íslenska víki þó aldrei fyrir öðrum tungumálum heldur sé alltaf fyrsta mál og mest áberandi þótt upplýsingar á öðrum málum fylgi.
  • Tryggt skal að öll sem tala íslensku hafi rödd, jafnvel þótt þau hafi ekki full tök á málinu og notkun þess. Ekki skal dæma orðræðu annarra út frá málfari, bera skal virðingu fyrir málnotkun allra sem tala íslensku og gæta þess að málnotkun sé ekki útilokandi.

Samþykkt í mars 2024.