Árangur í námi

Að ná árangri í námi - vinnubrögð

Ýmislegt má gera til að auka námsárangur svo sem: Mætingar, skipulag, áhugi, viðhorf og metnaður.

  • Mætingar - mikilvægt er að einstaklingurinn mæti í tíma því þar fer kennslan fram og grunnur lagður að vinnunni.
  • Skipulag - mikilvægt er að skipuleggja og nýta tímann vel. Gott er að gera áætlanir um það hvernig markmiðum skal náð en gæta þess vel að áætlanir séu raunsæjar! Námsráðgjafarnir í skólanum geta liðsinnt þér.
  • Áhugi - mikilvægt er að við höfum áhuga á því sem við erum að gera. Það gerir námið skemmtilegra og auðveldara.
  • Viðhorf - jákvæð viðhorf til náms eru afar mikilvæg og þau geta einnig kveikt áhuga. Rétt hugarfar og viðhorf eru atriði sem við getum haft stjórn á með hugsunum okkar, mundu það!
  • Metnaður - mikilvægt er að hafa metnað fyrir því sem við erum að gera hverju sinni. Hann er æskilegur hvati í námi en við verðum þó að vera raunsæ.