Vélstjórn B 2018 (VB18) - 183 ein.

Vélstjórnarnám skiptist í meginatriðum í sex námsstig sem að námi loknu veita hvert um sig, að öðrum skilyrðum uppfylltum, rétt til að fá útgefið skírteini til starfa sem vélstjóri. Þessi braut er til fimm fyrstu námsstiganna. Þriðja námsstig (réttindi A) er til réttinda til að gegna stöðu vélavarðar og vélstjóra á skipum með vélarafl 750 kW og minna. Innifalin eru tvö fyrstu námsstigin, þ.e. námsstig eitt – vélgæsluréttindi <750 kW og <12 m lengd á skipi, og námsstig tvö – vélgæsluréttindi <750 kW og <24 m lengd á skipi. Fjórða námsstig (réttindi B) er til réttinda til að gegna stöðu yfirvélstjóra og 1. vélstjóra á skipum með vélarafl 1500 kW og minna og undirvélstjóra á skipum með 3000 kW vélarafl og minna. Þetta námsstig er jafnframt nám til prófs í vélvirkjun. Í náminu öðlast nemendur einnig viðeigandi menntun og þjálfun þannig að þeir geti sinnt vélstjórnarstörfum í landi, t.d. á sviði orku- og veitufyrirtækja og í iðnaði.

Í náminu öðlast nemendur einnig viðeigandi menntun og þjálfun þannig að þeir geti sinnt vélstjórnarstörfum í landi, t.d. á sviði orku- og veitufyrirtækja og í iðnaði. Til sjós er starfssvið vélstjóra að annast rekstur og viðhald vél- og rafbúnaðar og tryggja, í samvinnu við aðra yfirmenn um borð, að rekstur skipsins fullnægi gildandi lögum og reglum, s.s. um öryggi skipa og mengunarvarnir. Véla- og tækjabúnaður skipa er mjög fjölbreyttur þar sem skip eru hönnuð til ólíkra hlutverka. Störf vélstjóra eru því víðtæk og spanna starfssvið margra starfsstétta í landi. Þeir sem ljúka námi til alþjóðlegra atvinnuréttinda og afla sér alþjóðlegra atvinnuskírteina hafa með því öðlast heimild til þess að gegna þeirri stöðu sem atvinnuskírteini veitir þeim rétt til án tillits til gerðar skips, hvar skipið er skráð og þess hafsvæðis þar sem skipið er í förum. Til þess að fá heimild til að gegna stöðu á erlendu skipi þarf þó að koma til samþykki siglingayfirvalda fánaríkis skipsins. Í landi stunda vélstjórar margvísleg störf og nýtist menntun þeirra vel á mörgum sviðum. Vélstjórar hafa á undanförnum árum og áratugum átt greiðan aðgang að störfum í landi, bæði við rekstur og viðhald vélbúnaðar, auk ýmissa stjórnunarstarfa.

Nánari upplýsingar um nám í vélstjórn ásamt ítarlegri áfangalýsingum má sjá á: https://namskra.is/programmes/613549bc-b714-4620-9f60-7f58fb752723

 

PRENTVÆN ÚTGÁFA

SKIPTING Á ANNIR