Minningarsjóður Gísla Torfasonar

Úthlutun

Stjórn minningarsjóðs Gísla Torfasonar hefur ákveðið að veita skuli úr sjóðnum í janúarmánuði ár hvert. Sjóðurinn var stofnaður með það fyrir augum, að styrkja nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem eiga í ýmis konar erfiðleikum.  Þar með  því góða starfi sem Gísli vann hér í skólanum fylgt eftir.

Í ár er ætlunin að styrkja fjárhagslega illa stadda nemendur til kaupa á námsbókum. Umsóknum um styrki skal skilað til Sonju Sigurðardóttur, fjármálastjóra Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Í umsóknunum skal koma fram áætlaður bókakostnaður, stundaskrá nemenda og tilgreindar ástæður fyrir umsókninni. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Nefnd mun síðan vinna úr umsóknunum og öllum umsóknum verður svarað.

Til að sækja um styrki, skulu nemendur skila bréfi í lokuðu umslagi til Sonju Sigurðardóttur fjármálastjóra. Umsækjendur greina frá umbeðnum ástæðum umsóknarinnar, nafni, kennitölu, símanúmeri og reikningsnúmeri.

Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2024.