Húsnæði

Húsnæði Fjölbrautaskólans stendur við Sunnubraut 36 í Keflavík og var upphaflega húsnæði sem var upphaflega notað fyrir starfssemi Iðnskóla Suðurnesja. (FS varð til við samruna Iðnskóla Suðurnesja, Framhaldsdeilda Gagnfræðaskólans í Keflavík (sem nú heitir Holtaskóli) og Öldungadeildar Gagnfræðaskólans í Keflavík). Strax á öðru starfsári skólans var byggt ofan á húsið, í stað einnar hæðar voru þær orðnar þrjár. Það var samt allt of lítið. Skömmu síðar var byggt við endann á húsinu og fjölgaði kennslustofum þá um sex auk þess sem kennarastofa stækkaði mikið. Enn var þetta ófullnægjandi. Árið 1990 var hafist handa við byggingu þverálmu á eldra húsið. Hún var 1000 fermetrar að grunnfleti og á 3 hæðum. Varð þá heildargólfflötur hússins um 6500 fermetrar. Mátti með góðum vilja segja, að húsið fullnægði brýnustu þörfum þegar þessi álma var tekin í notkun haustið 1992, en ekkert var umfram það.

Haustið 2004 var tekin í notkun enn ein álman, sem er einnig á þremur hæðum og á þriðja þúsund fermetrar að heildargólffleti. Þar kom loksins salur sem risið getur undir því nafni, svo og glæsilegt nemendamötuneyti, nýjar og mjög vandaðar kennslustofur raungreina, ný kennaraaðstaða og svo mætti lengi telja. Einnig hafa farið fram gagngerðar endurbætur á eldra húsnæðinu. Er skólinn nú hinn glæsilegasti í alla staði og er starfsaðstaða nemenda og kennara mjög góð. Haustið 2021 var tekin í notkun ný félagsaðstaða fyrir nemendur sem er 300 fermetrar að stærð. Húsnæði skólans er nú um 9300 fermetrar.

Staðsetning:

 

 

Fyrsta hæð

Fyrsta hæð

 

Önnur hæð

Önnur hæð

 

Þriðja hæð

Þriðja hæð