Verkefnisstjóri erlendra samskipta er Harpa Kristín Einarsdóttir.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja stefnir að því að auka þátttöku sína í alþjóðlegu samstarfi, aðallega innan Evrópu. Það verður gert til þess að nemendur og starfsmenn eigi þess kost að sækja ráðstefnur, heimsækja erlenda skóla og kynnast skólastarfi erlendis. Ennfremur taka á móti gestum sem hingað vilja koma. Þannig má nýta það til að virkja félagsleg og menningarleg tengsl nemenda og kennara við samfélög nær og fjær.
Markmið.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja leggur áherslu á að
- Taka virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi
- Styðja nemendur og starfsfólk til þátttöku í alþjóðlegum samstarfsverkefnum
- Byggja upp samstarf við erlenda skóla, einkum innan Evrópu
- Efla kynningu á erlendum verkefnum
- Kynna skólann á alþjóðlegum vettvangi
- Nemendum og starfsmönnum gefist kostur á skólaheimsóknum og að sama skapi taki skólinn á móti erlendum nemendum og skólafólki
Leiðir
- Hafa alþjóðafulltrúa starfandi innan skólans
- Hvetja starfsfólk og nemendur til þátttöku í alþjóðlegum verkefnum og opna þeim leiðir til þess.
- Hafa reglulegar kynningar á þeim erlendu verkefnum sem unnin hafa verið eða eru yfirstandandi innan skólans
- Kynna sjóði sem leita má til og möguleika á erlendu samstarfi fyrir starfsfólk skólans
- Sækja um styrki til erlendra samskipta eftir áhugasviði starfsfólks
- Styrkja erlent tengslanet skólans með því að auka þátt fagstjóra/kennara einstakra sviða í móttöku erlendra gesta
- Meta alþjóðastarf nemenda til eininga.
- Aðstoða starfsmenn við að sækja um í sjóði til að komast á ráðstefnur og námskeið erlendis sem nýtist starfssemi skólans
Skólinn kemur til móts við nemendur og starfsmenn með því að gera þeim kleift að fara í ferðir á vinnutíma/skólatíma þar sem því er við komið. Þannig er hægt að heimsækja skóla og stofnanir á þeim tíma sem best hentar hverjum og einum.