Náms- og starfsráðgjöf

Í Fjölbrautaskóla Suðurnesja starfa þrír náms- og starfsráðgjafar og eru þeir staðsettir á annarri hæð skólans.

Náms- og starfsráðgjafar eru fyrst og fremst málsvarar og talsmenn nemenda. Þeir standa vörð um velferð nemenda og eru bundnir þagnaskyldu. Þeir veita nemendum aðstoð í málum sem tengjast námi þeirra, náms- og starfsvali og persónulegum málum.

Hægt er að panta tíma hjá þeim með því að hafa samband við skrifstofu skólans, með tölvupósti og með því að hringja. Einnig er hægt að bóka tíma hjá þeim í gegnum netið með því að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.

Bóka tíma hjá námsráðgjafa

Sesselja Bogadóttir
Náms- og starfsráðgjafi
Sunna Gunnarsdóttir
Náms- og starfsráðgjafi