Samstarf foreldra/forráðarmanna og skóla

Foreldrum er ávallt velkomið að hafa samband og leita upplýsinga um námið og skólann hjá nemendum sem eru yngri en 18 ára.

Rannsóknir hafa sýnt að samstarf foreldra og skóla skiptir verulegu máli fyrir árangur nemenda í framhaldsskólum. Nemendur sem eiga vísan stuðning og hvatningu heima fyrir og í skóla gengur betur en nemendum sem ekki hafa stuðning.

Fjölbrautaskóli Suðurnesja vill gjarnan vera í góðu samstarfi við heimilin. Foreldrar eru hvattir til að fylgjast vel með námi barna sinna og ungmenna og sýna því áhuga, en það skilar árangri.