Erasmus samstarf

Fjölbrautaskóli Suðurnesja er þátttakandi í ýmsu Erasmus+ samstarfi. Er þar bæði um að ræða stór samstarfsverkefni þar sem nokkrir skólar vinna saman en einnig smærri verkefni sem skólinn sækir um og stýrir sjálfur. Auk þess tekur skólinn reglulega við gestum sem hingað koma i eigin Erasmus+ verkefnum.

Stór samstarfsverkefni

Media and Information Literacy: Learning to Think Critically - 2022-2024

Samstarfslönd: Króatía, Ítalía, Lettland, Tyrkland og Portúgal.

Verkefninu er stýrt frá Króatíu.

Verkefnið snýr að því að efla fjölmiðla- og upplýsingalæsi nemenda og þjálfa þá í gagnrýnni hugsun. Í heimsóknunum vinna nemendur verkefni um fjölbreytt mál sem tengjast fjölmiðla- og upplýsingalæsi. Kennarar samstarfsskólanna undirbúa vinnustofur og stýra fjölþjóðlegum hópi nemenda. Námsefnið sem unnið er í verkefninu mun verða gert aðgengilegt fyrir aðra kennara þegar verkefninu lýkur. Nemendur taka einnig þátt í kappræðum um málefni sem snúa að þema verkefnisins. Hver ferð stendur yfir í fimm virka daga auk ferðadaga og ríkulegum tíma er einnig varið í að kynnast menningu landanna með skoðunarferðum.

Listi yfir ferðir og þátttakendur í verkefninu:

  • Króatía: Undirbúningsfundur haldinn í Zagreb í desember 2022. Hulda Egilsdóttir og Harpa Kristín Einarsdóttir.
  • Ítalía: Ferð með nemendur til Gela á Sikiley í febrúar 2023. Kennarar: Ásta Svanhvít Sindradóttir og Harpa Kristín Einarsdóttir.
    Nemendur: Ásdís Birta Hafþórsdóttir, Bjarki Freyr Bjarkason, Emma Jónsdóttir og Nana Yaa Asantewaa Somuah.
  • Lettland: Ferð með nemendur til Baldone. Kennarar: Ásta Svanhvít Sindradóttir og Bryndís Garðarsdóttir.
    Nemendur: Arnór Bjarmi Atlason, Ástrós Ösp Gunnarsdóttir, Guðrún Lilja Magnúsdóttir og Henrijs Birins.
  • Ísland: Heimsókn nemenda og kennara frá Króatíu, Ítalíu, Lettlandi, Tyrklandi og Portúgal til okkar í Reykjanesbæ í október 2023.
  • Tyrkland: Fyrirhuguð ferð með nemendur í nóvember 2023.
  • Króatía: Fyrirhuguð ferð með nemendur í febrúar 2024.
  • Portúgal: Fyrirhuguð ferð með nemendur í maí 2024.

Cultural Heritage in a European Context - 2020-2023

Samstarfslönd: Ungverjaland, Spánn og Finnland.

Verkefninu er stýrt frá Ungverjalandi.

Hugmyndin að samstarfinu spratt upp úr fyrra samstarfi við Ungverjaland og má líta á verkefnið sem nokkurs konar framhald af National Prides in a European Context verkefninu sem var í gangi 2018-2021. Markmið verkefnisins er eins og í því að gera nemendum grein fyrir mikilvægi þess að bera virðingu fyrir menningu sinni og annarra og jafnframt að auka víðsýni og umburðarlyndi gagnvart öðrum menningarheimum. Nemendur munu fá tækifæri til að auka tölvufærni sína með notkun nýrra forrita, bæta tungumálafærni sína og fræðast um siði, menningu og markverða staði í samstarfslöndunum. Nemendur munu vinna kynningar og kennslumyndbönd sem sýnd verða í samstarfsskólunum. Einnig verða haldnir menningardagar þar sem menning samstarfsþjóðanna verður kynnt fyrir öllum í skólanum. Eftir sameiginlega fundi munu nemendur gefa út rafrænt tímarit sem verður aðgengilegt á heimasíðum skólanna.

Listi yfir ferðir og þátttakendur í verkefninu:

  • Ungverjaland: Undirbúningsfundur í  Eger, janúar 2022. Kristjana Hrönn Árnadóttir (stýrir verkefninu fyrir hönd FS), Harpa Kristín Einarsdóttir (verkefnastjóri erlendra samskipta), Guðmundur Grétar Karlsson (aðstoðarskólameistari).
  • Spánn: Ferð með nemendur til Orihuela í mars 2022. Kennarar: Kristjana Hrönn Árnadóttir, Lilja Dögg Friðriksdóttir.
    Nemendur: Dagbjört Rós, Ingólfur Ísak, Ísak Þór, Lárus Logi og Nadía Heiðrún.
  • Finnland: Ferð með nemendur til Pori í maí 2022. Kennarar: Kristjana Hrönn Árnadóttir, Lilja Dögg Friðriksdóttir.
    Nemendur: Ingibjörg Sara Thomas Hjörleifsdóttir, Aníta Sigga Vilhjálmsdóttir, Vilhjálmur Logi Helgason Blöndal, Finnbogi Páll Benónýsson, Rebekka Ír Jónsdóttir.
  • Ísland: Heimsókn nemenda og kennara frá Ungverjalandi, Spáni og Finlandi til okkar í Reykjanesbæ í september 2022.
  • Ungverjaland: Ferð með nemendur til Eger vorið 2022. Kennarar: Kristjana Hrönn Árnadóttir og Margrét Alda Sigurvinsdóttir.
    Nemendur: Aníta Ýrr Jónsdóttir, Dagrún Ragnarsdóttir, Tristan Rosento, Sigrún Eva Ægisdóttir, Vilmar Hugi Jóhannsson.

National Prides in a European Context - 2018-2021

Samstarfslönd: Ungverjaland, Spánn, Ítalía, Pólland og Lettland.

Verkefninu er stýrt frá Ungverjalandi.

Hugmyndin að verkefninu kemur til af tvennu. Í fyrsta lagi var árið 2018 ár menningararfs í Evrópu (European Year of Cultural Heritage) og í öðru lagi er hægt að nýta sér menningararfinn til kennslu á margvíslega vegu. Meðal annars er hægt að gera nemendum grein fyrir mikilvægi þess að bera virðingu fyrir menningu sinni og annarra og auka þannig víðsýni og umburðarlyndi gagnvart öðrum menningarheimum. Nemendur fengu tækifæri til að auka tölvufærni sína með notkun nýrra forrita, bæta tungumálafærni sína og fræddust um heimsminjar UNESCO og þá staði sem eru á heimsminjaskrá í þeim löndum sem heimsótt voru.

Ferðir og heimsóknir verkefnisins:

  • Ungverjaland: Kennarafundur í Eger, nóvember 2018. Ester Þórhallsdóttir, Harpa Kristín Einarsdóttir og Anna Karlsdóttir-Taylor.
  • Spánn: Ferð með nemendur til Orihuela í febrúar 2019. Harpa Kristín Einarsdóttir og Ester Þórhallsdóttir.
    Nemendur: Vilhjálmur Thorarensen, Vilhjálmur Eyjólfsson, Glóey Hannah, Linda Lucia Ingibjörnsdóttir, Nicol Korzemiacka.
  • Ítalía: Ferð með nemendur til Palermo í apríl 2019. Ester Þórhallsdóttir og Anna Karlsdóttir-Talor.
    Nemendur: Birta Rún Benediktsdóttir, Karín Óla Eiríksdóttir, Kristófer Hugi Árnason, Fanney Rún Einarsdóttir, Daníel Arnar Ragnarsson-Viborg.
  • Lettland: Ferð með nemendur til Naukseni í maí 2019. Harpa Kristín Einarsdóttir og Anna Karlsdóttir-Taylor.
    Nemendur: Gunnhildur Björg Baldursdóttir, Rakel Ýr Ottósdóttir, Þorbjörg Birta Jónsdóttir, Arndís Lára Kristinsdóttir og Svala Rún Sigurðardóttir.
  • Ísland: Heimsókn nemenda og kennara frá Ungverjalandi, Spáni, Ítalíu, Póllandi og Lettlandi til okkar í Reykjanesbæ í október 2019.
  • Pólland: Ferð með nemendur til Szubin í febrúar 2020. Ester Þórhallsdóttir og Anna Karlsdóttir-Taylor.
    Nemendur: Styrmir Pálsson, Særún Birta Birgisdóttir, Bergey Gunnarsdóttir, Sigrún Björk Sigurðardóttir, Anna Karen Björnsdóttir.
  • Ungverjaland: Vegna heimsfaraldurs COVID-19 varð að aflýsa ferð með nemendur til Eger sem fyrirhuguð var vorið 2020. Þess í stað var haldinn þriggja daga fundur sem fram fór með rafrænum hætti. Kennarar sem tóku þátt: Harpa Kristín Einarsdóttir, Ester Þórhallsdóttir, Anna Karlsdóttir-Taylor, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Margrét Sigurvinsdóttir.
    Nemendur: Anita Ýrr Taylor, Sólveig María Baldursdóttir, Alexander Logi Chernyshov Jónsson, Kristófer Hugi Árnason, Bergsteinn Freyr Árnason, Kári Snær Halldórsson.

  • Heimasíða verkefnisins
  • Bloggsíða verkefnisins
  • Frétt um fundinn á Íslandi 

Minni verkefni

Út fyrir landsteinana - 2020-2023

Skólinn fékk styrk til þess að senda samtals átta iðn- og verknámskennara í skólaheimsóknir og tvo nemendur í tveggja vikna starfsþjálfun. Skólinn hefur tekið þátt í samstarfsverkefnum og skólaheimsóknum í hefðbundnu bóknámi en ekki í tengslum við iðn-og verknám. Markmið verkefnisins er að mynda tengsl við iðn- og verknámsskóla erlendis með það í huga að bæði kennarar og nemendur fái aukin tækifæri í námi og starfi. Við höfum áhuga á að kynnast betur hvernig skólar erlendis kenna iðn -og verknámsgreinar, læra af þeim og opna á möguleika á frekara samstarfi. Við teljum kennara geta lært mikið af því að fara erlendis í skólaheimsóknir og að með þeim verði til tengsl sem muni nýtast nemendum okkar en með þessu verkefni er verið að opna fyrir þann möguleika að nemendur í starfsnámi geti farið erlendis í þjálfun í sínu fagi.

Við teljum að samskipti og samvinna eins og á sér stað í skólaheimsóknum kennara og í starfsþjálfun nemenda erlendis stuðli að aukinni víðsýni og þroska þeirra en ekki síður veiti þeim tækifæri til að kynnast venjum, hugsunarhætti og starfsháttum í öðrum löndum Evrópu. Tækifæri sem þessi eru mikilvæg skóla sem vill vera í fremstu röð í iðn- og verknámi og gefur fjölbreyttari möguleika fyrir skólaþróun, endurmenntun og þjálfun bæði kennara og nemenda. Möguleiki á að komast í starfsþjálfun erlendis getur einnig virkað sem hvati fyrir nemendur að skrá sig í verk- eða iðnnám, verið hvetjandi í náminu sjálfu og gefið því aukna dýpt. Nemendur og kennarar sem fara í starfsþjálfun erlendis fá ekki bara þjálfun og lærdóm í sínu fagi heldur kynnast líka menningu annarra þjóða, fá þjálfun í að tjá sig á og skilja erlend tungumál og mynda vonandi vinatengsl sem þau taka með sér inn í framtíðina. Samvinna sem þessi gefur þannig af sér á margan hátt og er þar af leiðandi dýrmæt.

Skólaheimsókn kennara til Finnlands í febrúar 2023

Bjarki Ásgeirsson (trésmíði), Þorsteinn Ingi Hjálmarsson (málmsmíði) og Þórarinn Ægir Guðmundsson (vélstjórn) héldu til Finnlands til þess að kynna sér kennslu og nám við Winnowa iðn-og tækniskólann sem staðsettur er í bæjunum Rauma og Pori í Finnlandi.

Skólaheimsókn kennara til Ítalíu í maí 2023

Ásdís Björk Pálmadóttir (háriðn), Bragi Guðmundsson (listgreinar), Íris Jónsdóttir (listgreinar), Katrín Sigurðardóttir (textíl) og Sólveig Sveinbjarnardóttir (listasaga og grunnteikning) héldu til Ítalíu til þess að kynna sér kennslu og nám við Liceo Artistico Bruno Cassinari listaskólann í bænum Piacenza á Ítalíu.

Vinnustaðanám tveggja sjúkraliðanemenda í mars 2023

Í mars sendi Fjölbrautaskóli Suðurnesja tvo sjúkraliðanema, þær Höllu Garðarsdóttur og Heru Gísladóttur, í tveggja vikna verknám á Spáni. Námið fór fram á hjúkrunarheimili í bænum Orihuela á Spáni. Nemendurnir fá námið metið sem hluta af því verknámi sem ætlast er til að þeir ljúki í námi sínu. Þetta er í fyrsta sinn sem skólinn sendir nemendur erlendis í vinnustaðanám. 

 

Verkefnamiðað nám og leiðsögn nemenda - haustönn 2019

Skólinn fékk styrk til þess að senda tvo fulltrúa í heimsókn til Alternatív Közgazdasági Gimnázium (AKG) í Ungverjalandi. Kristján Ásmundsson skólameistari og Harpa Kristín Einarsdóttir kennari og verkefnastjóri erlends samstarfs fóru í heimsóknina í nóvember 2019. AKG skólinn sem staðsettur er í Budapest hefur mikla sérstöðu sem áhugavert var að kynnast. Heimsóknin í AKG var afar fróðleg. Við kynnumst leiðum sem hugsanlega er hægt er að aðlaga að okkarskóla. Má þar helst nefna leiðsögn nemenda (mentoring), verkefnamiðað nám og nýtingu tölvutækni í skólastarfi.

Skólinn er með afar markvisst kerfi þar sem hver nemandi hefur leiðsagnarkennara allt frá byrjun til loka náms. Leiðsagnarkennarar mynda afar náið samband við nemendur sína og fjölskyldur þeirra. Þetta stuðlar að öryggi, vellíðan og góðum árangri í námi. Mikil áhersla er á verkefnamiðað nám í skólanum. Má þar nefna að fimm sinnum á ári eru þemavikur þar sem öll vinna snýr að ákveðnu viðfangsefni og eru þemavikurnar ýmist haldar innan eða utan skólans. Einnig vinna nemendur að mjög stóru verkefni þegar þau eru u.þ.b. hálfnuð með nám sitt. Þarna gefst nemendum tækifæri til þess að dýpka þekkingu á ákveðnu sviði, kröfur eru um að vinna sjálfstætt og sýna frumkvæði. Við sáum möguleika í nýtingu tölvutækni sem geta gagnast okkur í FS. Þarna eru notaðar smarttöflur og OneNote nýtt til þess að miðla efni á margvíslegan hátt t.d. sem kennslubók, svæði fyrir glósur og annað efni en einnig sem hópvinnustaður allt í senn.