Erlent samstarf

Fjölbrautaskóli Suðurnesja tekur þátt í fjölbreyttu erlendu samstarfi. 

Skólinn er með aðild að Erasmus+ áætluninni til 2027, bæði í almennum skólahluta og verknámshluta. Þá er skólinn einnig hluti af samstarfsneti AFS í gegnum Erasmus+ aðild AFS. Auk þess hefur starfsfólk skólans tekið þátt í verkefnum á vegum EEA grants, Nordplus og SEF. Hér að neðan má finna nánari upplýsingar um þau verkefni sem skólinn hefur tekið þátt í.

Hér má sjá verkefni sem eru á dagskrá á haustönn 2025:

Verkefni haustönn 2025

26. september:
Fimm kennarar koma í starfsspeglun frá Ítalíu. Vilja kynna sér íslenskt skólakerfi og skólann okkar. Þeir munu fá kynningu, ganga um skólann og heimsækja kennslustundir.

6.-10. október:
Finnskir kennarar frá Winnova koma í starfsspeglun til verknámskennara sem fóru til Finnlands í vor. Þeir munu fá kynningu á skólanum, mæta í kennslustundir hjá húsasmíða- og rafvirkjadeild og heimsækja vinnustaði sem taka á móti nemendum í vettvangsnám.

5.-11. október:
Tveir kennarar og 10 nemendur fara til Danmerkur til að taka þátt í Nordplus verkefni sem snýr að upplýsingatækni. Verkefnið snýr að tæknivæðingu til framtíðar. Verkefnið er unnið í samstarfi við skóla í Svíþjóð, Danmörku og Litháen.

16.-19. október:
Kennari ásamt átta nemendum í þýsku fara til Berlínar. Þar munu þau heimsækja skóla, vinna verkefni og auka kunnáttu sína í þýsku.

20. október - 1. nóvember:
Finnskir kennarar ásamt tveimur nemendum koma í heimsókn gegnum íþróttaakademíuna. Kennarar verða í starfsspeglun með íþróttakennurum og verknámskennurum en nemendur mæta í kennslustundir og æfa sínar íþróttir með íþróttafélögum hér í bæ.

3.-7. nóvember:
Tveir litháískir kennarar koma í heimsókn í starfsspeglun. Munu koma inn sem gestakennarar í ensku í nokkrum hópum. Heimsóknin er hluti af endurmenntun þeirra og tækifæri til tengslamyndunar fyrir framtíðarverkefni.

3.-7. nóvember:
Þýskur kennari kemur í starfsspeglun í ensku og viðskiptagreinar. Heimsóknin er hluti af endurmenntun hans og tækifæri til tengslamyndunar fyrir framtíðarverkefni.

8.-29. nóvember:
Tveir franskir nemendur koma í heimsókn. Munu gista hjá nemendum og mæta í kennslustundir í þrjár vikur.

10.-14. nóvember:
Tveir spænskir kennarar koma í starfsspeglun í ensku og náttúrufræðigreinum. Heimsóknin er hluti af endurmenntun þeirra og tækifæri til tengslamyndunar fyrir framtíðarverkefni.

 

 

Nemendur í verknámi

Nemendum í verknámi gefst kostur á að taka hluta af starfsnámi sínu í útlöndum með Erasmus+ styrk. Starfsnám erlendis er metið að fullu.  Starfsnámið er einnig í boði fyrir nýútskrifaða nemendur. Fjölbrautaskóli Suðurnesja er í samstarfi við skóla og vinnustaði í ýmsum löndum t.d. Noregi, Danmörku, Spáni, Lettlandi, Ítalíu, Ungverjalandi, Króatíu og aðstoðar við að finna samstarfsaðila í öðrum löndum ef þess er óskað. Nemendur geta verið í einn til þrjá mánuði og jafnvel lengur eftir samkomulagi. Nemendur þurfa að vera 18 ára til að sækja um að fara erlendis í starfsnám.

Nánari upplýsingar gefur Kristjana Hrönn Árnadóttir alþjóðafulltrúi, kristjana.arnadottir@fss.is 

Umsókn um starfsnám erlendis á Erasmus+ styrk: https://forms.office.com/e/kf35y185Tr 

Kristjana Hrönn Árnadóttir
Enska / alþjóðafulltrúi