Mötuneyti nemenda er á 1. hæð skólans við salinn. Þar er boðið upp á brauð og ýmsar mjólkurvörur en auk þess eru framreiddir heitir réttir í hádegishléi.
Nemendum er treyst til þess að ganga vel um mötuneytið og salinn sem og aðra staði í húsinu, en í því felst að skila diskum og matarleifum á þar til gerða vagna.
Boðið er upp á heitan mat í hádeginu og súpu eða graut og oftast eru ný heimabökuð brauð með í boði. Lögð er áhersla á að elda allan matinn frá grunni úr hreinu hráefni án aukaefna.
Daglega er í sölu nýsmurð rúnstykki, flatkökur og samlokur. Einnig er boðið upp á úrval af mjólkurvörum, söfum og Kristal.
Sjálfsali er við hlið skrifstofunnar á annarri hæð. Þar eru drykkir og snarl í boði.