- Skólinn
- Námið
- Önnin
- Þjónusta
- Hafa samband
- Íslenska
- English
- Polski
Þessi braut tekur gildi á haustönn 2020 og er aðeins fyrir nemendur sem innritast í skólann þá eða síðar. Nemendur sem voru þegar byrjaðir á brautinni eru á Fjölgreinabraut 2015.
Inntökuskilyrði:
Inntökuskilyrði á fjölgreinabraut eru að hæfnieinkunn í íslensku, ensku og stærðfræði sé B við lok grunnskóla. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.
Námslínur:
Hér að neðan má finna nokkrar námslínur sem eru tillögur að vali áfanga miðað við hvert einstaklingurinn stefnir að loknu stúdentsprófi. Þar sem fjölgreinabrautin er mun opnari en aðrar stúdentsbrautir er sérstaklega mikilvægt að nemendur skoði vel námslínurnar og ákvarði út frá þeim hvaða kjörsvið menn vilja hafa, en þau þurfa að vera þrjú til fjögur sjá brautarlýsingu.
Markmið
Markmið fjölgreinabrautar er að búa nemendur undir nám á næsta skólastigi. Nemendur geta sett saman sitt stúdentspróf í samræmi við áhugasvið og kröfur viðtökuskóla.
Að loknu námi skal nemandi m.a. hafa hæfni til að...
Uppfært 10. september 2020