Áhugasviðskönnun

Áhugasviðið er oftast undirstaða að vali á námsbraut í skólanum og að starfsvali framtíðarinnar. Til að kanna áhugasvið sitt geta nemendur fengið að taka áhugasviðspróf eða þeir geta prófað að taka einn áfanga í því fagi sem þá fýsir að kynna sér. Mælt er með að nemendur séu orðnir 18 ára og eldri þegar þeir taka áhugasviðskönnun en að sjálfsögðu eru allir velkomnir í áhugasviðskönnun hjá námsráðgjöfum skólans.

Í leit að starfi – námsráðgjafar skólans leggja fyrir þessa könnun og kostar hún 1000 krónur fyrir nemendur skólans.

Síðast breytt 27.5.2020