Tölvuþjónusta

Tölvudeild sér um tölvubúnað skólans, innra net og þjónustu sem tengist tölvum og tengdum búnaði.  

Tölvuaðgengi
Í skólanum eru fimm tölvuver sem notuð eru til kennslu auk fartölvur til útlána frá bókasafni skólans. Nemendur skólans hafa aðgang að fjórum borðtölvum sem staðsettar eru á bókasafni. Nemendur hafa frjálsan aðgang að þráðlausu neti skólans.

Tölvuþjónusta
Skólinn úthlutar nemendum tölvupóstfangi og heimasvæði á "Onedrive", og með þeim aðgangi fylgir leyfi fyrir allt að fimm eintökum af Microsoft Office hugbúnaðarpakkanum fyrir allar gerðir tölva.

Aðgangur að tölvupóstkerfinu fer fram í gegnum vef skólans (Vefpóstur) eða af slóðinni http://portal.office.com og þarf að nota notendanafn og lykilorð sem nemendur geta nálgast á bókasafni skólans.

Hérna má sjá leiðbeiningar um hvernig Office pakkinn er settur upp og leiðbeiningarnar gilda bæði fyrir Apple og Windows tölvur.

Office Leiðbeiningar Onedrive Leiðbeiningar

Prentun
Notendur geta ekki prentað út á prenturum skólans nema í gegnum tölvur skólans. Ef nemandi þarf að prenta út, er best að fara í bókasafnstölvurnar.

Kerfisstjóri
Kerfisstjóri Fjölbrautaskólans er með viðveru á hverjum degi á skrifstofu sinni sem er staðsett á verkgreinagangi, á milli kennslustofa 108 og 110. Annars er hægt að senda honum póst á netfang hans og mæla sér mót við hann.

Agnar Guðmundsson
Kerfisstjóri
Hjörtur M. Guðbjartsson
Kerfisstjóri