Tölvuþjónusta

Tölvudeild sér um tölvubúnað skólans, innra net og þjónustu sem tengist tölvum og tengdum búnaði.

Tölvuaðgengi
Í skólanum eru fimm tölvuver sem notuð eru til kennslu auk fartölvur til útlána frá bókasafni skólans. Nemendur skólans hafa aðgang að fjórum borðtölvum sem staðsettar eru á bókasafni. Nemendur hafa frjálsan aðgang að þráðlausu neti skólans.

Tölvuþjónusta
Skólinn úthlutar nemendum tölvupóstfangi og heimasvæði á "Onedrive", og með þeim aðgangi fylgir leyfi fyrir allt að fimm eintökum af Microsoft Office hugbúnaðarpakkanum fyrir allar gerðir tölva.

Aðgangur að tölvupóstkerfinu fer fram í gegnum vef skólans (Vefpóstur) eða af slóðinni http://portal.office.com og þarf að nota notendanafn og lykilorð sem nemendur geta nálgast á bókasafni skólans.

Hérna má sjá leiðbeiningar um hvernig Office pakkinn er settur upp og leiðbeiningarnar gilda bæði fyrir Apple og Windows tölvur.

Kerfisstjóri

Heiðar Sigurjónsson
Kerfisstjóri

Síðast breytt: 20. maí 2020