Hollvinafélag

Hollvinir FS 2016Skráning í Hollvinafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja fer fram á þessari skráningarsíðu.

  • Hollvinafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja var stofnað 24. september 2016.
  • Tilgangur félagsins er að styðja við uppbyggingu skólans og efla hag hans, efla tengsl skólans við atvinnulíf og samfélag. Félagið stuðlar einnig af því að efla samfélagslega ábyrgð. Jafnframt að efla tengsl milli nemenda, fyrrverandi nemenda og annarra sem bera hag skólans fyrir brjósti. Ekki síður efla og viðhalda tengslum félaga HFS við skólann.
  • Það er von þeirra sem koma að stofnun HFS að allir fyrrverandi nemendur við FS skrái sig í félagið. Þannig taki þátt í því að standa vörð um gamla skólann sinn.
  • Allir þeir sem hafa áhuga á því að gerast félagar í HFS geta gert það. 

Í stjórn HFS sitja:
Formaður: Sveindís Valdimarsdóttir
Varaformaður: Jóhann Friðrik Friðriksson
Gjaldkeri: Þráinn Guðbjörnsson
Ritari: Jóhanna Helgadóttir
Meðstjórnandi: Bergný Jóna Sævarsdóttir
Meðstjórnandi: Guðrún Hákonardóttir
Meðstjórnandi: Svava Pétursdóttir

HFS er á facebook: Hollvinir Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Samþykktir HFS