Húsasmíðabraut 2018 (HÚ18) 243 ein.

Atvinnuheitið húsasmiður er lögverndað starfsheiti og húsasmíði er löggild iðngrein. Nám á húsasmíðabraut er 4 ára 238 eininga iðnnám sem lýkur með prófi á 3. þrepi. Námið undirbýr nemendur undir starf húsasmiða. Í starfi þeirra felst meðal annars að byggja hús og húshluta, sinna viðhaldi bygginga, velja vinnuaðferðir, efni og verkfæri og fara eftir kröfum um öryggismál. Lögð er áhersla á að í starfi sínu sýni þeir sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og séu meðvitaðir um vandað handverk. Að fengnu prófskírteini sem vottar útskrift af viðkomandi námsbraut og vottorði um að starfsþjálfun sé lokið getur nemandi sótt um að taka sveinspróf sem leiðir til útgáfu sveinsbréfs.

Nánari upplýsingar um einstaka áfanga má finna á eftirfarandi vefsíðu: https://namskra.is/programmes/89dab6c7-77a6-44e1-8695-3bab5ad1e14d

PRENTVÆN ÚTGÁFA

SKIPTING Á ANNIR