Skólareglur

  1. Nemendur skulu sýna skólasystkinum sínum og starfsfólki tillitsemi og kurteisi í daglegum samskiptum.
  2. Komið skal vel fram við alla, nemendur og starfsfólk. Verði nemandi eða starfsmaður var við einelti eða tilraunir til eineltis ber viðkomandi að láta kennara/námsráðgjafa vita af því strax. Sjá Áætlun gegn einelti.
  3. Nemendum og starfsfólki ber að virða og ganga vel um eigur og húsnæði skólans og bæta það tjón sem þeir kunna að valda.
  4. Í kennslustundum nýti nemendur fartölvur og önnur margmiðlunartæki aðeins til náms undir stjórn kennara.
  5. Nemendur skulu sækja allar kennslustundir stundvíslega, með námsgögn og sinna heimanámi sínu af kostgæfni.
  6. Neysla áfengis, tóbaks og annarra vímuefna er bönnuð í skólanum, á lóð hans og á skemmtunum/ferðum á hans vegum. Þetta bann á einnig við um rafsígarettur.
  7. Matar og drykkjar má einungis neyta í matsal skólans.
  8. Ítrekuð brot á reglum þessum geta leitt til brottrekstrar úr skóla.

    Athugið að skólinn tekur ekki ábyrgð á eigum nemenda. Nemendur eru hvattir til að skilja aldrei verðmæti eftir án eftirlits. Bent er á skápa á göngum sem nemendur hafa aðgang að og útvega sér sjálfir lás.

Réttur kennara til að halda vinnufrið í kennslustundum

  1. Kennari er verkstjóri í kennslustundum og stjórnar því sem þar fer fram. Vinnufriður í kennslustundum er réttur kennara og nemenda.
  2. Kennara er heimilt að láta einstaklinga sem trufla skipta um sæti.
  3. Hafi nemandi brotið alvarlega af sér í kennslustund er kennara heimilt að víkja honum úr kennslustund. Kennari skal jafnframt vísa málinu til námsráðgjafa.

Athugasemdir nemenda

Nemandi getur snúið sér til umsjónarkennara eða námsráðgjafa til að fá lausn á sínum málum, t.d. ef nemandi telur sig ekki geta rætt beint við kennara sinn um atriði sem honum finnst betur mega fara. Ef nemandi telur sig ekki hafa fengið viðeigandi lausn eftir að hafa rætt við kennarann. 

  • Athugasemdir sem varða tilhögun kennslu, yfirferð efnis, námsmat, kennsluáætlun ekki fylgt og ósanngjörn próf berist til umsjónarkennara/námsráðgjafa.
  • Aðrar athugasemdir t.d. vegna framkomu kennara við nemendur, berist til umsjónarkennara/námsráðgjafa.

Upplýsingar er að finna á skrifstofu skólans varðandi flest mál. Starfsmenn skrifstofunnar vísa málum til réttra aðila. Sjá að neðan.

Ferli athugasemda frá sjónarhóli nemenda

  • vegna kennara: Námsráðgjafi, aðstoðarskólameistari
  • vegna annarra starfsmanna: Aðstoðarskólameistari
  • vegna stjórnenda: Skólameistari
  • vegna annarra nemenda: Kennari, námsráðgjafi, aðstoðarskólameistari
  • vegna prófa - framkvæmd: Áfangastjóri
  • vegna prófa - próftafla: Áfangastjóri
  • vegna prófa - endurmat: Aðstoðarskólameistari
  • vegna tækja og búnaðar: Kerfisstjóri og umsjónarmaður fasteigna
  • vegna aðstöðu: Aðstoðarskólameistari
  • vegna mætingaskráningar: Viðkomandi kennari, áfangastjóri
  • vegna skólareglna, t.d. mætinga: Áfangastjóri, námsráðgjafi eða aðstoðarskólameistari