30.05.2023
Harpa Kristín Einarsdóttir
Í mars sendi Fjölbrautaskóli Suðurnesja tvo sjúkraliðanema í verknám á Spáni. Nemendurnir fá námið metið sem hluta af því verknámi sem ætlast er til að þeir ljúki í námi sínu. Þetta er í fyrsta sinn sem skólinn sendir nemendur erlendis í vinnustaðanám.
26.05.2023
Guðmann Kristþórsson
Útskrift vorannar fór fram föstudaginn 26. maí. Að þessu sinni útskrifuðust 132 nemendur sem er stærsti hópur sem hefur útskrifast frá skólanum.
26.05.2023
Guðmann Kristþórsson
Á útskrift vorannar voru veittar fjölmargar viðurkenningar fyrir góða frammistöðu. Hér er yfirlit yfir verðlaunahafa.
25.05.2023
Guðmann Kristþórsson
Útskrift vorannar fer fram föstudaginn 26. maí kl. 14:00. Athöfninni verður streymt á YouTube-rás skólans.
19.05.2023
Guðmann Kristþórsson
Stýrihópur um sameiningu eða aukið samstarf Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis býður til skólafundar með starfsfólki skólans, nemendum og forráðamönnum á sal skólans þriðjudaginn 23. maí kl. 16:00.
12.05.2023
Guðmann Kristþórsson
Útskriftarnemendur mættu í sólarskapi í Dimissio-myndatöku sem fór reyndar fram viku síðar en áætlað hafði verið.
07.05.2023
Guðmann Kristþórsson
Dimissio vorannar fór fram á sal föstudaginn 5. maí. Eins og íþróttalið þurfa stundum að gera mætti hópurinn til leiks í varabúningum.
03.05.2023
Guðmann Kristþórsson
Útskriftarnemendur vorannar fóru í hina hefðbundu gróðursetningu sem var frekar vot að þessu sinni.
28.04.2023
Guðmann Kristþórsson
Hafnar eru viðræður um samstarf eða sameiningu Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs.
28.04.2023
Guðmann Kristþórsson
Útskriftarnemar á listnámsbraut sýna nú verk sín í Duus-húsum. Sjón er sögu ríkari og eru allir velkomnir.