Fréttir

Próftafla haustannar er komin

Nú hefur próftafla haustannar verið birt og er aðgengileg frá heimasíðu skólans. Endilega athugið vel hvenær þið eigið að mæta í próf og einnig hvaða tímasetning er á prófinu. Nemendur skulu mæta í próf það tímanlega að þeim gefist tími til að finna rétta stofu áður en hringt er til prófs.

Þorsteinn Helgi varð annar í Söngkeppninni

Fulltrúi okkar, Þorsteinn Helgi Kristjánsson, varð í 2. sæti í Söngkeppni framhaldsskólanna þetta árið.

Rafiðnnemar fengu spjaldtölvur

Allir nemendur sem hófu nám í rafiðndeild skólans þetta haustið fengu á dögunum spjaldtölvur að gjöf. Gjöfin er frá Samtökum rafverktaka og Rafiðnaðarsambandi Íslands.