Reglur um notkun á tölvubúnaði

 • Tölvubúnaður Fjölbrautaskóla Suðurnesja er eign skólans og einungis ætlaður til náms, kennslu, kynningar og annarra þátta er samræmast markmiðum skólans.
 • Skólanum er ekki unnt að gera ýtrustu kröfur um öryggi, eins og þær þekkjast í tölvuvinnslu.  Notendum er treyst til þess að virða þær reglur sem hér fylgja.
 • Nemendur, sem eru að vinna verkefni vegna náms, hafa forgang í tölvur skólans.
 • Handhafi notendanafns í tölvukerfi skólans er ábyrgur fyrir allri notkun þess.

Óleyfilegt er:

 • að veita öðrum aðgang að notandanafni sínu,
 • að reyna að tengjast tölvubúnaði skólans með öðru notandanafni en því sem notandi hefur fengið úthlutað,
 • að nota aðgang að neti skólans til þess að reyna að komast ólöglega inn á net eða tölvur í eigu annarra,
 • að sækja, senda, geyma eða nota á neti skólans forrit sem hægt er að nota til innbrota eða annarra skemmdarverka,
 • að breyta vinnuumhverfi á tölvum skólans þannig að það hafi áhrif á umhverfi og notkunarmöguleika annarra notenda,
 • að breyta, afrita eða fjarlægja vélbúnað, hugbúnað eða gögn sem eru í eigu skólans,
 • að afrita hugbúnað eða gögn í eigu annarra án leyfis eiganda,
 • setja inn hugbúnað á tölvur skólans án samþykkis kerfisstjóra,
 • að senda, sækja eða geyma klámefni eða ofbeldisefni,
 • að senda keðjubréf og annan ruslpóst,
 • að nota leiki í tölvunum aðra en þá sem fylgja Windows kerfinu,
 • að hlusta á útvarp eða horfa á sjónvarp í gegnum netið nema það sé lagt fyrir sem námsefni af kennara.

Meðferð hvers konar matvæla er bönnuð í tölvuverum skólans.

Að öðru leyti er vísað til notkunarskilmála ISnets og notkunarreglna Íslenska menntanetsins. Notendur kerfisins skulu að kynna sér þessar reglur þar sem þeir eru ábyrgir samkvæmt þeim.

Brot á þessum reglum geta leitt til lokunar á aðgangi að tölvum skólans og - sé um alvarlegt eða endurtekið brot að ræða - brottvísunar úr skóla.