Erasmus aðild

Fjölbrautaskóli Suðurnesja sótti um aðild að Erasmus+ áætluninni haustið 2022 og fékk samþykkta aðild bæði í almennum skóla hluta (leik- grunn- og framhaldsskólastig) og starfsmenntahluta vorið 2023. Aðild að Erasmus+ áætluninni felur í sér samkomulag milli skólans og Landsskrifstofu Erasmus+ sem tryggir skólanum fjármagn til evrópsks samstarfs á tímabilinu 2023-2027. Í undirbúningi fyrir aðildarumsóknunum var unnin áætlun um alþjóðastarf og sett fram markmið sem fela í sér ýmsan stuðning við skólaþróun innan skólans, veita nemendum tækifæri til þess að taka þátt í samstarfi við nemendur víðs vegar að úr evrópu auk möguleika á starfsnámi erlendis og gefa starfsfólki nýja möguleika í endurmenntun.

Með því að fá erasmus aðild er staðfest að Fjölbrautaskóli Suðurnesja hafi unnið vandaða áætlun um fjölþjóðlegt samstarf og náms- og þjálfunarferðir sem hluta af stefnumörkun til framtíðar. Þeir skólar og stofn¬anir sem hafa staðfest aðild sína að áætluni geta framvegis sótt um styrki til náms og þjálfunar á einfaldari hátt. Aðildin snýr eingöngu að náms- og þjálfunarverkefnum og er leið til að einfalda alþjóðastarf skóla og annarra þátttakenda. Aðildin bætir verkferla, eykur gæði verkefna og auðveldar skólanum að byggja upp samstarf og mynda traust í öðrum Evrópulöndum.

https://www.erasmusplus.is/studningur-og-gogn/erasmus-adild/