Inntökuskilyrði

Eftirfarandi inntökuskilyrði gilda fyrir nemendur fædda árið 2001 og síðar.

Þetta á aðeins við þá nemendur sem hafa tekið próf úr öllu námsefni 10. bekkjar grunnskóla í viðkomandi greinum.

Þeir nemendur sem ekki uppfylla skilyrði til að hefja nám á einstökum brautum velja línu á framhaldsskólabraut.

Þeir nemendur sem hafa fengið D eða stjörnumerkta einkunn í tveimur af þremur kjarnagreinum, ensku, íslensku og stærðfræði fara á framhaldsskólabraut - fornámslínu.

Inntökuskilyrði á verk- og starfsnámsbrautir Skólaeinkunn - lágmark
Íslenska C+
Stærðfræði C+

 

Inntökuskilyrði á stúdentsbrautir (lágmarksskólaeinkunn) Íslenska Stærðfræði Enska
Félagsvísindabraut B C+ B
Fjölgreinabraut B B B
Íþrótta- og lýðheilsubraut - Stúdentsbraut B C+ C+
Listnámsbraut myndlistarlína - Stúdentsbraut B C+ C+
Raunvísindabraut B B C+
Viðskipta- og hagfræðibraut B B C+
Tölvufræðibraut - Stúdentsbraut B B B

 

Röðun í áfanga í dönsku, ensku og íslensku Grunnskólaeinkunn
Hraðferð 2. þrep: DANS2LB05, ENSK2KO05, ÍSLE2LR05 A, B+ og B
2. þrep: DANS2LU05, ENSK2OS05, ÍSLE2BR05 C+
1. þrep: DANS1ML05, ENSK1OS05, ÍSLE1MR05 C
Upprifjun: DANS1LF05, ENSK1ET05, ÍSLE1ML05/ÍSLE1FA05 D

Röðun í áfanga stærðfræði

Grunnskólaeinkunn

Hraðferð 2. þrep: STÆR2AH05

A og B+

2. þrep: STÆR2AR05

B

1. þrep: STÆR1AR05

C+

Upprifjun: STÆR1PA05/STÆR1FA05

C, D


Að færast á milli brauta

Framhaldsskólabrautir eru jafnan skipulagðar sem tveggja ára námsbrautir. Nemendur sem innritast á framhaldsskólabrautir í upphafi náms í FS en stefna á að fara á stúdentsbrautir geta það að afloknu einu ári ef eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:

Nemandi þarf að hafa lokið fyrstu áföngum í kjarna á 2. þrepi á stúdentsbrautum.

Um er að ræða:

  • ÍSLE2BR05
  • STÆR2AH05 / STÆR2AR05
  • ENSK2OS05

Auk þessa er gerð krafa um að nemandi sé með að lágmarki 8 í skólasóknareinkunn á báðum önnum.

 

Nemendum sem lokið hafa einu ári á framhaldsskólabraut verknámslínu gefst kostur á að sækja um á verknámsbraut að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum: Hafa lokið ÍSLE1ML05 og STÆR1AR05. Auk þessa er gerð krafa um að nemandi sé með að lágmarki 8 í skólasóknareinkunn á báðum önnum.

Síðast breytt: 2.október 2020