Viðbragðsáætlun FS við COVID-19

Stefna stjórnvalda er að halda úti skólastarfi og staðkennslu eins og hægt er. Við þurfum að vera viðbúin því að skólastarf raskist að einhverju leiti út af COVID-19 og þá er gott að hafa eftirfarandi í huga:

  • Ef þið eruð í einangrun er nauðsynlegt að tilkynna skólanum það strax og skila inn staðfestingu frá Heilsuveru
  • INNA er vinnutæki ykkar og því er nauðsynlegt að fylgjast vel með þar
  • Skoðið tölvupóstinn ykkar á hverjum degi og jafnvel oft á dag
  • Skoðið vel kennsluáætlanir í hverjum áfanga
  • Verið í samskiptum við kennarana ykkar

Nánari upplýsingar má finna á www.covid.is