Til forráðamanna

  • Fjölbrautaskóli Suðurnesja vill gjarnan vera í góðu samstarfi við heimilin. Foreldrar eru hvattir til að fylgjast vel með námi barna sinna og ungmenna og sýna því áhuga, en það skilar árangri.
  • Rannsóknir hafa sýnt að samstarf foreldra og skóla skiptir verulegu máli fyrir árangur nemenda í framhaldsskólum. Nemendur sem eiga vísan stuðning og hvatningu heima fyrir og í skóla gengur betur en nemendum sem ekki hafa stuðning.
  • Foreldrum er ávallt velkomið að hafa samband og leita upplýsinga um námið og skólann hjá nemendum sem eru yngri en 18 ára. Þegar nem­andi verður 18 ára lokast fyrir aðgang aðstand­enda að Innu. Nem­andinn getur hins vegar opnað hann aftur og veitt aðstand­endum áfram­hald­andi aðgang að Innu. Hafi nem­andi opnað fyrir aðgang aðstand­enda í Innu, geta þeir áfram skráð veik­indi nem­andans í Innu.
  • Leiðbeiningar til nemenda til að veita foreldrum aðgang að INNU eftir 18 ára aldur:
    1. Skráðu þig inn á INNU og smelltu á myndina þína efst á stikunni og veldu svo „Ég”.
    2. Smelltu á Aðstandendur sem er neðst í valmyndinni.


    3. Settu í staðinn fyrir Nei í Aðgangur og þá hefur þú gefið aðstandendum aðgang að INNU. Aðstandendur geta nú skráð veikindi, séð einkunnir, fjarvistir og samskipti við kennara.