Þróunarstarf

Í skólanum er öflugt þróunarstarf og starfsfólk vinnur reglulega að fjölbreyttum þróunarverkefnum.

Skólaárið 2023-2024 starfa allir kennarar skólans saman í fimm starfsþróunarhópum. Hver hópur vinnur með ákveðið þema og sinnir margvíslegum verkefnum. Markmiðið er að efla kennslu og aðra starfsemi. 

Viðfangsefni hópanna þetta skólaár eru:
• kennsluhættir og námsmat
• gervigreind í kennslu
• samstarf við atvinnulífið
• innri ró og ytri fró
• kennsla nemenda með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn