Hefðir í skólastarfi

Nýnemadagur
Í byrjun skólaársins er svokallaður nýnemadagur. Þá eru allir nýnemar boðaðir í skólann.  Þeir fá kynningu á skólanum, störfum nemendafélagsins og þeirri þjónustu sem stendur þeim til boða. Þá er vefur skólans og skólakerfið Inna kynnt, farinn ratleikur um skólann og síðast en ekki síst er hópefli. Tilgangurinn með þessum sérstaka nýnemadegi er fyrst og fremst að gera yngstu nemendunum auðveldara fyrir. Hjálpa þeim að takast á við að hefja nám í nýjum skóla þannig að þau komi betur undirbúin á fyrsta kennsludegi. Þá og hafa þau einnig fengið tækifæri til að kynnast nýju umhverfi í eigin hópi.

Móttaka nýnema
Í byrjun haustannar eru nýnemar boðnir velkomnir með ferð og skemmtikvöldi sem nemendafélag skólans stendur fyrir. Hefð er fyrir því að nemendafélagið haldi einnig fyrsta dansleik vetrarins í tengslum við móttökuna.
 
Uppbrotsdagar
Á hverri vorönn eru 2-3 uppbrotsdagar. Hefðbundin kennsla er þá lögð til hliðar og nemendur sækja námskeið, hlusta á fyrirlestra, keppa í íþróttum og leikjum o.fl.

Starfshlaup
Starfshlaup fer fram síðasta skóladag fyrir páskafrí. Nokkur lið taka þátt hverju sinni og skipta nemendur skólans sér í liðin. Fyrir hverju liði fara fyrirliðar sem koma úr hópi væntanlegra útskriftarnemenda. Þeir fá síðan aðra nemendur til liðs við sig til þess að leysa ýmsar þrautir. Hvert lið þarf að leysa u.þ.b. 50 verkefni, m.a. í flestum greinum sem kenndar eru við skólann. Að auki er keppt í reiptogi, körfubolta, kappáti, spuna, skák, fatahönnun o.s.frv. Sigurvegararnir fá farandbikar með árituðum nöfnum fyrirliða auk þess sem allt liðið fær pizzaveislu.

Dimissio
Í lok hverrar annar dimmitera útskriftarnemendur. Þeir klæða sig upp í búninga og æfa dagskrá sem flutt er á sal skólans og sýna skólalífið í spaugilegu ljósi. 
 

Starfshlaup FS er fastur liður í skólastarfinu á vorönnStarfshlaup er fastur liður i skólastarfinu á hverri vorönn