Námssamningar - Ferilbók

Allir nemendur í rafvirkjun, húsasmíði, hársnyrtiiðn og pípulögnum sem gera námssamning eftir 1. ágúst 2021 eiga að skrá sig í rafræna ferilbók.

 • Rafræn ferilbók er listi á netinu yfir það sem nemandinn á að læra á vinnustað.
 • Meistari nemandans staðfestir í ferilbók það sem nemandinn hefur lært.
 • Nemandinn ætti að einnig að þekkja ferilbókina svo hann geti beðið meistara sinn um að staðfesta það sem hann hefur lært.
 • Hægt er að finna og skoða ferilbækur hér.
 • Á vef Stjórnarráðsins eru spurningar og svör um vinnustaðanám og ferilbækur.

Til að stofna rafræna ferilbók og nemasamning þarf að gera eftirfarandi: 

1. Nemandinn fær samþykki hjá vinnustað og meistara
2. Það er Fjölbrautaskóli Suðurnesja sem skráir nemendur í ferilbók
 • Guðmundur Grétar Karlsson áfangastjóri sér um skráninguna.
  Hægt er að senda honum beiðni um skráningu hér
 • Þegar áfangastjóri hefur lokið skráningu í ferilbók eiga meistarinn og nemandinn að fá tilkynningu um það.
  Þeir þurfa að staðfesta námssamninginn með rafrænni undirskrift.
 • Til að fylla út ferilbókina er farið inn á www.ferilbok.inna.is

Á vef Menntamálastofnunar eru nánari upplýsingar um ferilbókina.