Námssamningar - Ferilbók

Allir nemendur í rafvirkjun, húsasmíði og hársnyrtiiðn sem gera námssamning eftir 1.ágúst 2021 eiga að skrá sig í rafræna ferilbók.

Rafræn ferilbók er listi á netinu yfir það sem nemandinn á að læra á vinnustað.

Meistari nemandans staðfestir í ferilbók það sem nemandinn hefur lært.

Nemandinn ætti að einnig að þekkja ferilbókina svo hann geti beðið meistara sinn um að staðfesta það sem hann hefur lært.

Hægt er að finna og skoða ferilbækur á þessari síðu:

https://ferilbok-vinnustadir.inna.is/utgafur

 

Aðal leiðin til að skrá sig í ferilbók er meistaraleiðin:

1. Nemandinn fær samþykki hjá vinnustað og meistara fyrir því að verða nemi hjá þeim.

Til þess að vinnustaðurinn geti tekið nema þarf hann að vera skráður í ferilbók.

Það er hægt að sjá hvort vinnustaðurinn er þegar skráður í ferilbók á þessum síðum:

https://ferilbok-vinnustadir.inna.is/vinnustadir

 

Ef vinnustaðurinn er ekki skráður í ferilbók þarf hann að skrá sig í ferilbók.

Hér er slóð á leiðbeiningar fyrir vinnustaði um skráningu:

https://www.stjornarradid.is/library/03-Verkefni/Menntamal/Vinnustadanam/verkferil-Birtingaskra-2.pdf

 

2. Það er Fjölbrautaskóli Suðurnesja sem skráir nemendur í ferilbók.

Ægir Karl Ægisson áfangastjóri sér um skráninguna.

Það er hægt að senda honum tölvupóst til að skrá sig: aegir.aegisson@fss.is

 

Til að geta skráð nemendur þarf áfangastjóri að fá:

a. Nafnið á fyrirtækinu eins og það er skráð í ferilbók.

b. Kennitölu, tölvupóstfang og farsímanúmer meistarans.

c. Nafnið á nemanum.

 

Þegar áfangastjóri hefur lokið skráningu í ferilbók eiga meistarinn og nemandinn að fá tilkynningu um það. Þeir þurfa að staðfesta námssamninginn með rafrænni undirskrift.

Á þessari síðu er hægt að finna ýmsar nánari upplýsingar um ferilbók:

https://mms.is/rafraen-ferilbok