- Upplýsingar - 10. bekkur
- Skólinn
- Námið
- Önnin
- Þjónusta
- Hafa samband
- Íslenska
- English
- Polski
Hlutverk Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Fjölbrautaskóli Suðurnesja starfar samkvæmt lögum um framhaldsskóla frá 2008. Samkvæmt annarri grein laganna er hlutverk skólans "að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi með því að bjóða hverjum nemanda nám við hæfi. Framhaldsskólar búa nemendur undir þátttöku í atvinnulífinu og frekara nám. Þeir skulu leitast við að efla færni nemenda í íslensku máli, bæði töluðu og rituðu, efla siðferðisvitund, ábyrgðarkennd, víðsýni, frumkvæði, sjálfstraust og umburðarlyndi nemenda, þjálfa þá í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum, jafnrétti og gagnrýninni hugsun, kenna þeim að njóta menningarlegra verðmæta og hvetja til þekkingarleitar. Framhaldsskólar sinna miðlun þekkingar og þjálfun nemenda þannig að þeir öðlist færni til að gegna sérhæfðum störfum og hafi forsendur til að sækja sér frekari menntun."
Framtíðarsýn og markmið
Það er stefna Fjölbrautaskóla Suðurnesja að vera einn af bestu framhaldsskólum landsins og bjóða menntun í hæsta gæðaflokki og bjóða Suðurnesjamönnum upp á fjölbreytt nám í heimabyggð í samræmi við áhuga og getu. Unnið verði í samræmi við aðalnámskrá framhaldsskóla og áhersla lögð á grunnþætti menntunar: læsi, sjálfbærni, jafnrétti, sköpun, lýðræði og mannréttindi, heilbrigði og velferð. Auk þess er stefna skólans að...