Félagslífsfulltrúi er nemendum innan handar varðandi öll málefni er tengjast starfsemi NFS. Í því felst m.a. að félagslífsfulltrúi:
- Situr fundi með stjórn NFS varðandi skipulag félagslífs nemenda og aðstoðar við gerð starfs- og fjárhagsáætlana.
- Situr fundi með formönnum klúbba.
- Aðstoðar nemendur við að koma með hugmyndir að klúbbastarfsemi, skipulagi og auglýsingum.
- Vinnur með forvarnarfulltrúa að málefnum sem tengjast félagslífi nemenda og að því að nemendur virði reglur skólans. Á ferðalögum og á skemmtunum á vegum skólans er neysla áfengis og annarra vímuefna bönnuð.
- Er viðstaddur uppákomur á vegum NFS.
- Sér um að fá kennara eða annað starfsfólk til að vera í gæslu á uppákomum á vegum NFS í samráði við skólameistara.
- Aðstoðar nemendur við leyfisbeiðnir til lögreglu.
- Sér til þess að samskipti nemenda og lögreglu varðandi dansleiki gangi greiðlega.
- Er tengiliður milli stjórnenda skólans og NFS.
- Upplýsir kennara og aðra starfsmenn reglulega um hvað er á döfinni hjá NFS.
- Hefur samráð við húsvörð um notkun NFS á húsnæði skólans.