Á raunvísindabraut er lögð áhersla á gott almennt nám og þó einkum góða þekkingu á sviði stærðfræði, náttúru- og raunvísinda. Brautin er góður undirbúningur undir frekara nám í náttúru- og raunvísindum, tæknigreinum og heilbrigðisvísindum. Raunvísindabraut er 200 einingar og henni lýkur með stúdentsprófi.
Inntökuskilyrði
Inntökuskilyrði á raunvísindabraut eru að grunnskólaeinkunn í íslensku og stærðfræði sé að lágmarki B og að lágmarki C+ í ensku. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.
Skipting á annir - námslínur
Hugmynd að skiptingu námsgreina á annir fyrir nemendur sem stefna á verkfræði eða skyldar greinar að teknu tilliti til röðunar á þrep.
SKIPTING Á ANNIR - VERKFRÆÐILÍNA RAU24
Hugmynd að skiptingu námsgreina á annir fyrir nemendur sem stefna á læknisfræði, sjúkraþjálfun, hjúkrunarfræði og raunvísindagreinar að teknu tilliti til röðunar á þrep.
SKIPTING Á ANNIR - HEILBRIGÐISLÍNA RAU24
Eldri braut
Raunvísindabraut 2024 tók gildi haustið 2024. Nemendur sem voru skráðir á brautina fyrr eru á Raunvísindabraut 2020.