Skólakerfið INNA

Skólakerfið INNA

INNA er upplýsingakerfi fyrir framhaldsskóla. INNU er ætlað að vera tæki til að auðvelda stjórnun framhaldsskóla. Það veitir starfsmönnum og nemendum framhaldsskóla yfirlit yfir nám og námsframvindu og auðveldar stjórnun námskeiða og námsframboðs.

Nemendur hafa aðgang að eigin upplýsingum í INNU og fá aðgangsorð að kerfinu þegar þeir hefja nám í skólanum. Þeir geta þá skoðað stundatöflu sína, námsferil, mætingar, miðannarmat o.fl.

Foreldrar/forráðamenn nemenda yngri en 18 ára fá aðgangsorðið sent í pósti og hafa þá sama aðgang að kerfinu og börn sín. Þeir foreldrar sem ekki hafa aðgangsorð undir höndum en óska eftir því geta haft samband við áfangastjóra, Ægi Karl Ægisson eða Elínu Rut Ólafsdóttur.

Skýringar á viðveruskráningu í INNU:

  • L: Leyfi
  • B: Leyfi vegna íþróttaþátttöku
  • W: Læknisvottorð
  • Ó: Ósamþykkt beiðni
  • V: Veikindi
  • F: Fjarvist
  • X: Forföll kennara / uppákomur FS
  • M: Mæting
  • S: Seinkoma
  • Gefið er eitt fjarvistastig fyrir óútskýrða fjarvist og 1/3 stig fyrir seinkomu.

 

Nemendur geta sjálfir breytt upplýsingum um sig í Innu, þ.e. síma, netfangi o.s.frv.

SkraningiINNU