Sækja þarf um jöfnunarstyrk í síðasta lagi 15. febrúar. Sótt er um á vef Menntasjóðs og þar eru einnig nánari upplýsingar. Ef sótt er um eftir að umsóknarfrestur er liðinn skerðist styrkurinn um 15%.
Söngkeppni NFS, Hljóðneminn, var haldin á sal fimmtudaginn 2. febrúar. Jón Grímsson fór með sigur af hólmi og verður því fulltrúi skólans í söngkeppni framhaldsskólanna.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja hefur hafið samstarf við AFS á Íslandi sem gefur nemendum skólans kost á að sækja um að fara í skiptinám á fullum styrk frá Erasmus+.