Algengar spurningar og svör

Hvar er Fjölbrautaskóli Suðurnesja?

Kort af staðsetningu FS frá ja.is

Skólinn er í Reykjanesbæ að Sunnubraut 36. Við hlið íþróttahússins.

Hvenær er skrifstofa skólans opin?

Skrifstofan er opin mánudaga - fimmtudaga kl. 07:45-16:00 og föstudaga kl. 07:45-15:00.
Lokað er í hádeginu milli 12:05 -
12:35.

Hvenær er skólinn opinn fyrir nemendum?

Skólinn er opinn nemendum kl. 7:30-16:00 mánudag til fimmtudags og kl. 7:30-15:00 á föstudögum.

Hvenær er opið á bókasafninu?

Bókasafnið er opið mánudaga-fimmtudaga kl. 8:00-15:00 og föstudaga kl. 8:00-14:00.

Hvernig tilkynni ég veikindi?

Hlekkur inn á heimasíðu INNU

Nemendur geta tilkynnt veikindi með því að skrá veikindin inn á INNU. Eins er líka hægt að hringja á skrifstofu skólans eða senda póst á skólaritara, heba.ingvarsdottir@fss.is. Forsjáraðilar nemenda undir 18 ára þurfa að tilkynna veikindi.

Hvernig sæki ég um leyfi?

Almennt eru ekki veitt leyfi nema í undantekningatilfellum. Afreksíþróttafólk getur sótt um að fjarvera þess á námstíma vegna keppnisferða og/eða æfingabúða landsliðs í viðkomandi íþróttagrein reiknist ekki inn í skólasóknareinkunn. Sama getur gilt um afreksfólk á öðrum sviðum. Sækja þarf skriflega um slíkt leyfi. Leyfisbréf liggja frammi á skrifstofu skólans.

Hvar eru náms- og starfsráðgjafarnir?

Við skólann starfa þrír náms- og starfsráðgjafar og eru þeir staðsettir á 2. hæð á móti kaffistofu starfsfólks.

Hvernig bóka ég tíma hjá náms- og starfsráðgjafa?

Hægt er að bóka tíma á bókunarvef, hringja á skrifstofu í síma 421 3100 eða koma við á skrifstofu og panta tíma - Bóka tíma hjá námsráðgjafa

Ég er með greiningar ( lesblindugreining, ADHD ofl.) sem skólinn þarf að sjá, hvað geri ég við þær?

Náms- og starfsráðgjafar taka við öllum greiningum og fara yfir næstu skref og hvaða aðstoð er hægt að fá í kjölfarið.

Hvar get ég prentað út?

Hægt er að fara á bókasafnið og prenta út úr borðtölvunum þar. Einnig er hægt að prenta úr fartölvum skólans sem hægt er að fá að láni á bókasafninu.

Hvaða námsbrautir eru í skólanum?

Hér eru þær námsbrautir sem skólinn býður uppá - Námsbrautir í FS

Hver eru inntökuskilyrðin?

Eftirfarandi inntökuskilyrði gilda  - Inntökuskilyrði

Hvernig er námsmatið?

Fjölbreytt námsmat er í áföngum og upplýsingar um mat í hverjum áfanga má finna í kennsluáætlunum.

Er eitthvað félagslíf í skólanum?

Já í skólanum er nemendafélag sem sér um að halda alls konar viðburði yfir önnina svo sem:

  • Nýnemaferð
  • Böll
  • Skemmtikvöld
  • Hljóðneminn
  • Gettu Betur
  • Morfís
  • Vox Arena (Leiklistarfélag)