Reglur um úthlutun úr Styrktarsjóði Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Úthlutun úr sjóðnum er að jafnaði fjórum sinnum á ári. Í september fyrir verkefni á haustönn. Í janúar fyrir verkefni á vorönn. Á skólaslitum á haustönn og vorönn, en þá eru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur og styrkir til áframhaldandi náms.

Umsóknum um verkefnastyrki skal skila fyrir 15. september eða 15. janúar ár hvert. Umsóknum um styrk til framhaldsnáms skal skila fyrir 10. maí ár hvert. Umsóknum skal skilað til skrifstofu skólans í umslagi merkt: Til stjórnar Styrktarsjóðs FS.

Nánari upplýsingar um sjóðinn veitir skólameistari FS.

Stjórn sjóðsins áskilur sér rétt til að ákveða hve margir styrkir eru veittir í hvert sinn. Stjórnin áskilur sér einnig rétt til að hafna þeim styrkbeiðnum, sem ekki teljast falla undir markmið sjóðsins. Einnig ef styrkbeiðnir eru á ekki fullnægjandi á annan hátt.