Inntökuskilyrði:
Inntökuskilyrði á félagsvísindabraut eru að hæfnieinkunn í íslensku og ensku sé að lágmarki B og að lágmarki C+ í stærðfræði við lok grunnskóla. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.
Prentvæn útgáfa
Námslínur:
Hér má finna nokkrar námslínur sem eru tillögur að vali áfanga miðað við hvert nemandinn stefnir að loknu stúdentsprófi.
Markmið
Markmið félagsvísindabrautar er að búa nemendur undir nám í félagsvísindum, hugvísindum og tengdum greinum.
Að loknu námi skal nemandi m.a. hafa hæfni til að...
- nýta sér þá sérþekkingu sem hann hefur öðlast á brautinni til frekara náms eða starfa.
- rökræða samfélagsleg viðfangsefni og nýta sér almenna þekkingu á sviði samfélagsgreina.
- greina einkenni og þróun samfélaga og mótunaröfl einstaklinga og hópa.
Síðast breytt: 2. september 2022