Pípulagnabraut 2023 (PBL23) - 265 ein.

Pípulagnanám er 4 anna nám í skóla auk starfsþjálfunar. Haldið er utan um starfsþjálfun með rafrænni ferilbók sem nemendur þurfa að ljúka áður en þeir útskrifast. Námið er bæði verklegt og bóklegt og að námi loknu geta nemendur tekið sveinspróf og byrjað að vinna við pípulagnir eða haldið áfram í frekara nám. Þetta nám er góður grunnur, hvort sem farið er beint út á vinnumarkaðinn eða sem undirbúningur fyrir m.a. tækninám á háskólastigi.

Um brautina

  • Nám í pípulögnum er bæði bóklegt og verklegt. Námið er 265 einingar og skipulagt sem 4 annir í skóla auk starfsþjálfunar.
  • Miðað er við að nem­andi sé búinn að upp­fylla að lág­marki 80% af hæfniviðmiðum í fer­ilbók fag­greinar til að inn­ritast á lokaönn brautarinnar.
  • Þegar nemandi hefur starfsþjálfun getur hann farið samn­ingsleið sem felur í sér að hann getur hafið störf hjá meistara. Meistari og nemandi votta hæfniþrep sem áskilin eru í fer­il­bók­inni. Einnig er hægt að fara skólaleið en þá útvegar skólinn nemanda pláss hjá meistara. Ef skólaleiðin er farin er nem­andinn launa­laus. Fer­il­bókin gildir í hámark 96 vikur. Hér eru nánari upplýsingar og skráning í ferilbókina.
  • Til að ljúka námi í pípulögnum þarf að ljúka námi í skóla ásamt rafrænni ferilbók sem heldur utan um vinnustaðanám/starfsþjálfun nemanda. Eftir útskrift getur nemandinn þreytt sveinspróf.
  • Nánari upplýsingar um brautina má sjá á námskrá.is.

Skipting á annir

Hugmynd að skiptingu námsgreina á annir.

SKIPTING Á ANNIR - Pípulagnabraut 2023

Prentvæn útgáfa

PDF-skjal með Pípulagnabraut 2023 til að prenta út.

PRENTVÆN ÚTGÁFA - Pípulagnabraut 2023

ALMENNAR GREINAR - 30 einingar                
Námsgrein Skst. 1. þrep 2. þrep 3. þrep 30 ein.
Íslenska ÍSLE   2BR05         5
Stærðfræði STÆR   2AR05
        5
Enska ENSK   2OS05         5
Lýðheilsa LÝÐH 1HF05           5
Samfélagsgreinar / VITA               5
Íþróttir ÍÞRÓ 5 ein. val           5
SÉRGREINAR BRAUTAR - 75 einingar              
Námsgrein Skst. 1. þrep 2. þrep 3. þrep 75 ein.
Áætlun og gæðastjórn ÁÆST         3SA05   5
Efnisfræði grunnnáms EFRÆ 1GN04           4
Endurlagnir og viðgerðir ENVI         3PL03   3
Frárennslikerfi FRKE   2PL03 2PL04       7
Framkvæmdir og vinnuvernd FRVV 1FB05           5
Grunnteikning GRTE 1FF05           5
Hitakerfi HITA   2PL04         4
Hreinlætistæki HREI   2PL03         3
Lokaverkefni í pípulögnum LOKA         3PL03   3
Málm- og plastsuða MLSU 1PL03           3
Neysluvatnskerfi NEYS   2PL04         4
Sérhæfð lagnakerfi SÉLA   2PL03     3PL03   6
Skyndihjálp SKYN   2EÁ01         1
Stýringar og tæknibúnaður SOGT   2PL03     3PL03   6
Teikningar og verklýsingar TEIK 1PL04 2PL04     3PL04   12
Verktækni grunnnáms byggingagreina        VGRT 1GN04           4
STARFSÞJÁLFUN - 160 einingar              
Námsgrein Skst. 1. þrep 2. þrep 3. þrep 160 ein.
Starfsþjálfun STAÞ 1PL30 2PL30 2PL30 2PL30 3PL30 3PL30 160