Hljóðneminn, söngkeppni NFS, fór fram á sal fimmtudaginn 29. janúar. Þess má geta að Hljóðneminn fór fyrst fram árið 1988 og keppnin í ár var sú 34. í röðinni. Vel var mætt, góð stemning í salnum og áhorfendur fögnuðu keppendum vel. Dómnefndin var að sjálfsögðu skipuð úrvalsfólki en það voru þau Margrét Arna Ásgeirsdóttir, Sigurður Smári Hansson og Kristjana Hrönn Árnadóttir.
Sex atriði tóku þátt en keppendur voru Elías Snær Steingrímsson, Elísa Tan Doro-On, Guðjón Þorgils Kristjánsson, Guðný Kristín Ásgeirsdóttir, Kristjana Rose Valle og tvíeykið Hafþór Nói Hjaltason og Mikael Máni Hjaltason. Inn á milli var sett eitt Masked Singer-atriði þar sem vígaleg risaeðla mætti á sviðið og tók lagið. Það var síðan enginn annar en Haukur Freyr Eyþórsson sem leyndist bak við grímuna. Elín Snæbrá Bergsdóttir flutti svo eitt lag á meðan dómnefndin réð ráðum sínum en hún vann einmitt Hljóðnemann í fyrra.
Eftir skemmtilega keppni var það Guðjón Þorgils sem fór með sigur af hólmi. Hann söng lagið Ain´t No Way með Arethu Franklin. Elísa varð í öðru sæti og Elías Snær fékk verðlaun fyrir frumlegasta atriðið. Guðjón verður því fulltrúi skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fer fram síðar í vor.
Í myndasafninu eru fleiri myndir frá Hljóðnemanum.



