Þorsteinn Helgi varð annar í Söngkeppninni

Fulltrúi okkar, Þorsteinn Helgi Kristjánsson, varð í 2. sæti í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fór fram laugardaginn 9. október. Hann söng lagið Tennessee Whiskey eftir Chris Stapleton. Keppnin fór fram í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ en það var fulltrúi Menntaskólans í Reykjavík sem fór með sigur af hólmi.

Við óskum Þorsteini til hamingju með flotta frammistöðu og árangurinn.