Fréttir

Rafrænt bókunarkerfi fyrir stoðþjónustu

Sett hefur verið á laggirnar rafrænt bókunarkerfi fyrir námsráðgjafa og sálfræðinga þannig nemendur geta nú bókað tíma á netinu. Ýttu á fréttina til að bóka tíma.

Síðdegisskóli

Fjölbrautaskóli Suðurnesja í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið er að fara af stað með grunnnám í eftirfarandi greinum: Húsasmíði, rafiðngreinum og háriðngreinum. Ýtið hér til að fá meiri upplýsingar.

Ókeypis Dale Carnegie vinnustofa fyrir nemendur

Dale Carnegie býður nemendum okkar upp á ókeypis 90 mínútna Live online vinnustofu nk. miðvikudag 30. september kl. 15.50. Allir nemendur sem hafa áhuga geta tekið þátt. Dale Carnegie býður upp á ýmsar hagnýtar leiðir í námi og starfi sem gott er að kynnast.

Íþróttavika Evrópu

FS tekur þátt í Íþróttaviku Evrópu (European Week of Sport) sem er haldin formlega dagana 23. – 30. september nk. í yfir 30 Evrópulöndum, en vegna Covid-19 verður fyrirkomulagið aðeins öðruvísi en áætlað var í byrjun. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu.

Grímuskylda

Grímuskylda hefur nú tekið gildi í FS samkvæmt boði sóttvarnaryfirvalda. Nemendur og kennarar eru vinsamlegast beðnir um að fylgja reglum um grímuskyldu í skólabyggingunni. Nemendur eru hvattir til að mæta með sínar eigin grímur en einnig verður hægt að fá grímur í skólanum, við innganga og/eða á skrifstofu.