Fréttir

Útskrift haustannar

Útskrift haustannar fór fram laugardaginn 19. desember. Hér má horfa á upptöku frá útskriftinni.

Birting einkunna og prófsýni

Fimmtudaginn 17. desember verður opnað fyrir einkunnir í INNU kl. 11:00. Frá kl. 12:00 til kl. 13.30 gefst nemendum kostur á að hafa samband við kennara sína ef þeir vilja fá útskýringar á einkunnum.

Gjöf til Velferðarsjóðs Suðurnesja

Nemendur í fata- og textílgreinum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja saumuðu og seldu sóttvarnargrímur. Ágóðinn 55.000 kr. rann til Velferðarsjóðs kirkjunnar. Katrín Sigurðardóttir frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja afhenti styrkinn fyrir hönd nemenda og Þórunn Þórisdóttir rekstrarstjóri Keflavíkurkirkju veitti honum mótttöku.