Birting einkunna og prófsýni

Fimmtudaginn 17. desember verður opnað fyrir einkunnir í INNU kl. 11:00. Frá kl. 12:00 til kl. 13.30 gefst nemendum kostur á að hafa samband við kennara sína ef þeir vilja fá útskýringar á einkunnum. Kennarar munu senda hópum sínum upplýsingar um hvernig hægt er að vera í sambandi við þá t.d. í gegnum tölvupóst, síma, fjarfundi eða í FS.