Gjöf til Velferðarsjóðs Suðurnesja

Nemendur í fata- og textílgreinum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja saumuðu og seldu sóttvarnargrímur. Ágóðinn 55.000 kr. rann til Velferðarsjóðs Suðurnesja. Katrín Sigurðardóttir frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja afhenti styrkinn fyrir hönd nemenda og Þórunn Þórisdóttir rekstrarstjóri Keflavíkurkirkju veitti honum mótttöku.

Þetta er fimmta styrktarverkefnið sem nemendur í textíl taka þátt í en áður hafa þeir styrkt, Fjölskylduhjálp, Krabbameinsfélag Suðurnesja, Björgunarsveitina Suðurnes, Ljósið og núna Velferðarsjóð Suðurnesja. Styrkirnir hafa hingað til verið veittir með smá viðhöfn og kynningu fyrir nemendur frá styrkþegum en það er ekki hægt núna út af Covid.