Fréttir

Kynningarfundur fyrir foreldra 5. september

Kynningarfundur fyrir foreldra verður á sal skólans þriðjudaginn 5. september kl. 18:00.

Vel heppnuð nýnemavika

Í síðustu viku stóð nemendafélagið NFS fyrir nýnemaviku en þá voru nýnemar boðnir velkomnir í skólann.

Vegleg gjöf til pípulagnadeildar

Nú í haust hófst nám í pípulögnum við skólann en af því tilefni færði BYKO pípulagnadeildinni ýmis tæki og búnað.

Anita Ýrr fékk styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði HÍ

Anita Ýrr Taylor, sem er fyrrverandi nemandi okkar, var ein 34 nýnema við Háskóla Íslands sem fékk styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði skólans.

Stundatöflur hafa verið birtar

Búið er að opna stundatöflur í Innu. Kennsla hefst á föstudagsmorgun kl. 8:15 eftir hefðbundnum stundatöflum.

Upphaf haustannar

Haustönn hefst með nýnemadegi 16. ágúst og kennsla hefst föstudaginn 18. ágúst. Opnað verður fyrir stundatöflur í Innu miðvikudaginn 16. ágúst. Nemendur eru hvattir til að skoða stundatöflur sínar og bókalista og kaupa kennslubækur sem fyrst.