Kynningarfundur fyrir foreldra 5. september

Kynningarfundur fyrir foreldra verður á sal skólans þriðjudaginn 5. september kl. 18:00. Þar verður vefur skólans og skólakerfið Inna kynnt, forsvarsmenn nemendafélagsins NFS kynna starfsemi félagsins og þá verður erindi frá foreldrafélagi FS. Í upphafi fundarins flytur Margrét Lilja Guðmundsdóttir frá Planet Youth erindið "18 ára ábyrgð". Foreldrar/forráðamenn nýnema eru sérstaklega boðin velkomin en á fundinum geta þau m.a. rætt við umsjónarkennara barna sinna auk skólastjórnenda, námsráðgjafa og félagsráðgjafa.