Á útskrift haustannar voru að venju veittar viðurkenningar fyrir góða frammistöðu í námi. Að þessu sinni voru sex útskriftarnemendur með yfir 9 í meðaleinkunn en Guðmundur Leo Rafnsson var með hæstu einkunn við útskrift en hann var með 9,71 í meðaleinkunn. Á myndinni með fréttinni eru verðlaunahafar, frá vinstri eru Guðmundur Leo, Katrín Tinna, Fjóla Margrét, Jóhanna Ýr, Halldóra Rún, Deriana, Sunneva og Stefan.
- Guðmundur Leo Rafnsson fékk viðurkenningar frá Verkfræðistofu Suðurnesja og Stærðfræðifélaginu fyrir góðan árangur í stærðfræði, verðlaun frá Þýska sendiráðinu fyrir árangur sinn í þýsku og gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í stærðfræði og raungreinum. Guðmundur Leo hlaut Raungreinaverðlaun HR sem veitt eru fyrir góðan árangur í raungreinum á stúdentsprófi. Um er að ræða bókaverðlaun, auk þess sem verðlaunahafar sem kjósa að hefja nám við Háskólann í Reykjavík fá niðurfelld skólagjöld fyrstu önnina í námi. Guðmundur Leo fékk námsstyrk úr skólasjóði en hann er veittur þeim nemanda sem er með hæstu meðaleinkunn við útskrift og hlaut Guðmundur 100.000 kr. styrk. Hann fékk einnig 30.000 kr. styrk frá Landsbankanum fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi.
- Fjóla Margrét Viðarsdóttir fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í ensku og spænsku, viðurkenningu frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði og gjafir frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í íslensku og erlendum tungumálum.
- Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í ensku, íslensku og spænsku og hún fékk einnig viðurkenningu frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði.
- Stefan Bodrozic hlaut viðurkenningar fyrir góðan árangur í stærðfræði, forritun, vefforritun, tölvugreinum og íslensku sem annað tungumál.
- Halldóra Rún Gísladóttir fékk verðlaun frá Þýska sendiráðinu fyrir árangur sinn í þýsku og viðurkenningu frá Þekkingarsetri Suðurnesja fyrir góðan árangur í náttúrufræðigreinum.
- Deriana Fortes Gomes fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í fata- og textílgreinum og fyrir árangur sinn í listasögu.
- Jóhanna Ýr Óladóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í stærðfræði.
- Katrín Tinna Snorradóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í sögu.
- Sara Mist Atladóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í sálfræði.