Geðrækt

Fjölbrautaskóli Suðurnesja er heilsueflandi framhaldsskóli. Vellíðan er orð sem við tengjum við það að vera hamingjusöm og líða vel. Að upplifa að við ráðum við áskoranir daglegs lífs. Hreyfing, svefn, næring og geðrækt eru þættir sem liggja grunninn að vellíðan.

Hreyfingin er nauðsynleg andlegri og líkamlegri heilsu. Hún veitir okkur styrk til að takast á við dagleg verkefni og stuðlar að betri svefni.

Svefninn er mjög mikilvægur. Hann endurnærir okkur, við eigum auðveldara með að læra, að taka rökréttar ákvarðanir og erum tilbúnari til að takast á við verkefni dagsins. Of lítill svefn getur valdið vanlíðan, þreytu og hefur áhrif á einbeitingu, minni og rökhugsun.

Holl og fjölbreytt fæða er mikilvæg fyrir heilsu og vellíðan. Embætti landlæknis hvetur til þess að hafa fjölbreytni í fyrirrúmi og að velja ferskan óunninn mat sem er ríkur af næringarefnum frá náttúrunnar hendi.

Geðrækt er afar mikilvæg sem og að hlúa að eigin geðheilsu með því að gæta jafnvægis í lífinu og gefa sér tíma til að njóta tilverunnar eins og hún er með þeim sem manni þykir vænt um og líður vel með. Með því að hugsa jákvætt um lífið og tilveruna og hlúa markvisst að ofangreindum þáttum ert þú að stunda geðrækt.

Hugrún– fræðsluvefur um geðheilbrigði

Síðast breytt 27.5.2020